top of page

Við byrjuðum á því að finna rannsóknarspurningu og það tók okkur smá tíma en við komumst að þeirri niðurstöðu að hafa spurninguna: Hvað veldur helst ótta og er það breytilegt eftir aldurshópum?

Við völdum að rannsaka það því okkur fannst það spennandi og vorum forvitnar um hvernig óttinn breytist eftir aldrinum. 

Til þess að finna svarið við þessari spurningu gerðum við rannsókn á netinu og spurðum hvað fólk hræðist og hvað þau kvíða. Við tókum einnig viðtal við Thelmu sálfræðing og hún hjálpaði okkur með rannsóknarspurninguna og útskýrði fyrir okkur hvernig ótti virkar. Svo tókum við líka viðtöl við krakka í skólanum og í leiksólanum Sóla og við spurðum þau sömu spurningar. 

Þessar upplýsingar settum við upp á PowerPoint kynningu, plakat, myndband (sem verður sýnt á básnum) og á þessa heimasíðu. Okkur gekk mjög vel að vinna þetta verkefni og unnum allar vel og sýndum mikla samvinnu allan tímann.

Viðtalið við Thelmu

 

Fullt nafn?

Thelma Gunnarsdóttir.

 

Atvinna?

Sálfræðingur.           

 

Menntun?

Meistaragráða í sálfræði og sérnám í hugrænni atferlismeðferð.

 

Helstu störf?

Barnasálfræðingur á heilsugæslu og veiti meðferð fyrir fullorðna á stofu.

 

Ertu að vinna mikið með ung börn (4-5)?

Já, greiningar á ungum börnum.

 

Hefur þú verið að vinna með ótta áður?

Já, allskonar kvíðaraskanir sem tengjast ótta.

 

Hvað telur þú að valdi ótta hjá börnum? Mismunandi eftir aldri. Aðskilnaður er algengastur hjá yngri börnum.

bottom of page