top of page


Hvað gerist þegar við verðum hrædd?
-Hjartað slær hraðar
-Andardrátturinn verður örari
-Blóðsykurinn hækkar til að auka flæði súrefnis og orku til vöðvanna
-Þéttni storkuefna í blóðinu eykst
-Ónæmiskerfið fer í viðbragsstöðu svo líkaminn verði undir það búinn að bregðast við áverkum og sýkingum
-Líkaminn allur fer einnig í viðbragsstöðu og býr sig undir átök
Hræðsla (ótti) og stress (streita) eru tvær hliðar á sömu mynt.
Viss hormón m.a. adrenalín ganga í daglegu tali undir nafninu stresshormón. Þessi hormón spýtast út í blóðið þegar við verðum hrædd og gegna mikilvægu hlutverki. Þau undirbúa líkamann undir skyndileg átök þegar hætta steðjar að.
bottom of page